Sænski plötusnúðurinn Basshunter mun halda stórtónleika í Sjallanum um helgina. Basshunter er listamannsnafn sænska tónlistarmannsins og plötusnúðsins Jonas Erik Altberg en hann er að margra mati einn besti og virtasti skífuþeytir heims.
Rikki G og Sverrir Bergmann hita upp fyrir goðið. Hefjast herlegheitin klukkan 23:00 og standa fram á rauða nótt. Skipuleggjendur tónleikanna mæla með sérstökum fatnaði fyrir kvöldið en þau tilmæli má sjá hér að neðan.
1.Hvítur bolur
2. Kózý buxur, helst stuttbuxur ef veður býður upp á
3. Eins mikið af svitaböndum og hægt er
4. Hella yfir sig neon málningu úti á bílastæði
5. Góðir skór til að hoppa í stanslaust í fjóra klullara
UMMÆLI