Gæludýr.is

Barr kaffihúsi í Hofi lokað

Barr kaffihúsi í Hofi lokað

Barr kaffihúsi sem staðsett er í Hofi hefur verið formlega lokað. Í tilkynningu frá kaffihúsinu segir að nýjir rekstraraðilar muni taka við með vorinu.

Við óskum þeim velgengni og velfarnaðar í þessu fallega og dásamlega húsi og vonum að þið venjið komur ykkar hingað í Hof með hækkandi sól. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir viðskiptin á árinu og göngum frá borði með bros á vör,“ segir í tilkynningunni.

Menningarfélag Akureyrar auglýsti eftir nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi fyrr í mánuðinum.

Kröfur til rekstraraðila eru eftirfarandi:

  • Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
  • Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum,fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi.
  • Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.

Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi ásamt tilboði í leigu á aðstöðunni.

Umsóknir sendist fyrir 1. febrúar á netfangið umsoknir@mak.is

Sambíó
Sambíó