Baráttusigur Þórs í fyrsta heimaleiknum

Baráttusigur Þórs í fyrsta heimaleiknum

Körfuboltalið Þórs vann sinn fyrsta leik í Bónusdeildinni í vetur þegar Grindavík kom í heimsókn til Akureyrar í gær. Þórsstelpurnar hafa naumlega tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og var ljóst alveg frá byrjun að liðið ætlaði sér sigur í leiknum.

Leiknum lauk með 10 stiga sigri Þórsara, 81-71. Næsti leikur Þórsliðsins er útileikur gegn Keflavík þann 23.október næstkomandi.

Stigahæst í liði Þórs var Amandine Toi með 27 stig 6 fráköst og eina stoðsendingu. Eva Wium var með 14 stig 5 fráköst og 2 stoðendingar. Hrefna var með 12 stig líkt og Madison sem að auki tók 14 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Esther Fokke var með 12 stig og Emma Karólína 4.

Mynd: Palli Jóh/Thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó