NTC

Baráttufundur kennara á Akureyri

Baráttufundur kennara á Akureyri

Kennarar á Norðurlandi hafa verið hvattir til að sýna samstöðu og mæta á baráttufund í Hofi fimmtudaginn 21. nóvember. Fundurinn verður frá klukkan 16:30 til 17:30 en húsið opnar klukkan 16:00.

NTC

Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, Jón Ágúst Eyjólfsson, kennari í leikskólanum Síðuseli, Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, kennari í Brekkuskóla og Einar Brynjólfsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri taka til máls á fundinum.

Fundarstjóri verður Bryndís Inda Stefánsdóttir og þá verður tónlistaratriði.


Sambíó

UMMÆLI