Gæludýr.is

Baráttan um bæinn í KA heimilinu í kvöld

Baráttan um bæinn í KA heimilinu í kvöld

Það er stórleikur í fyrstu umferð Olís deildarinnar. KA menn taka á móti nágrönnunum í Akureyri í KA heimilinu í kvöld. Liðin komu bæði upp úr Grill66 deildinni fyrir tímabilið.

Leikurinn hefst klukkan 19:00. KA-menn bjóða upp á forsölu aðgöngumiða milli klukkan 10:00 og 16:00 á morgun í KA-Heimilinu. Stuðningsmenn liðanna eru hvattir til þess að nýta sér forsöluna til að koma í veg fyrir raðir. Á síðasta ári komust færri að en vildu.

Sjá einnig:Spá fallbaráttu á Akureyri

Þegar liðin mættust á sama stað í upphafi síðustu leiktíðar vann KA 10-0 sigur eftir að leikurinn hafði endað með 19-19 jafntefli. Í síðari leik liðanna vann Akureyri fjögurra marka sigur, 24-20, fyrir framan meira en 1100 áhorfendur í Íþróttahöllinni.

Upphitun fyrir stórleikinn má finna á heimasíðu Akureyri handboltafélags með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó