NTC

Bandarískur framherji á reynslu hjá Þór

Anthony Powell

Þórsarar munu á föstudaginn fá til sín bandarískan framherja á reynslu. Sá heitir Anthony Powell og mun æfa með liðinu í 10 daga og spila leik gegn Völsungi í hádeginu á laugardag. Í yfirlýsingu Þór segir að Anthony sé snöggur og sterkur framherji.

Það hefur verið nóg að gera í leikmannamálum það sem af er vetri hjá Þórsurum en liðið hefur fengið til sín Bjarka Þór Viðarsson, Admir Kubat og Alvaro Montejo. Þá misstu þeir einnig Jóhann Helga Hannesson sem samdi við Grindavík á dögunum.

Sambíó

UMMÆLI