Bæjarráð vill fund með Isavia og formanni samgönguráðs

Bæjarráð Akureyrar kallar eftir því að forsvarsmenn ISAVIA sem og formaður samgönguráðs mæti til fundar við bæjarstjórn þar sem farið verði yfir frekari framkvæmdir við Akureyrarflugvöll sem nauðsynlegar eru bæði með tilliti til innanlands- og millilandaflugs.

Akureyrarflugvöllur hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga í kjölfar þess að breska ferðaskrifstofan Super Break hóf bein flug til Akureyrar frá Bretlandi í síðustu viku. Aðbúnaður fyrir millilandaflug þykir ábótavanur og rýmið í flugstöðinni of lítið.

Í ályktun bæjarráðs er fagnað tilkomu millilandaflugs Super Break.

„Því miður hefur dregist úr hófi að koma upp viðeigandi aðstöðu á flugvellinum og skorar bæjarráð á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og ISAVIA að grípa nú þegar til ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Í því sambandi er brýnt að þegar verði komið upp ILS búnaði (Instrument Landing System) við völlinn og lýsa bæjaryfirvöld yfir fullum vilja til samstarfs við uppsetningu búnaðarins,“ segir í ályktun. Bæjarstjóra er falið að boða hlutaðeigandi eins fljótt og hægt er.

Sjá einnig:

Hvetja yfirvöld til að koma fyrir nauðsynlegum búnaði á Akureyrarflugvelli

Flug SuperBreak frá Edinborg gat ekki lent á Akureyrarflugvelli

Líklegt að flugfélög hætti við að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna aðstöðunnar

185 farþegar komu með fyrsta beina fluginu frá Cardiff til Akureyrar

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó