Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var athygli stjórnvalda vakin á því að ekki hefur verið gengið frá samningi um öryggisvistun fyrir árið 2017.
Samningur um öryggisvistun sem Akueyrarbær sér um fyrir hönd ríkisins er gerður til eins árs í senn. Ekki hefur verið gengið frá samningi vegna öryggisvistunar fyrir árið 2017 sem þýðir að Akureyrarbær hefur á árinu fjármagnað þjónustu sem ríkinu ber að greiða.
Í ályktun bæjarráðs segir: „Þetta er með öllu óásættanlegt og skorar bæjarstjórn á ríkið að ganga nú þegar frá samningnum auk þess sem krafist er að samningurinn gildi til lengri tíma en eins árs í senn.“
Sjá einnig:
Krefjast þess að ríkið standi undir greiðslum vegna Öldrunarheimila Akureyrarbæjar
UMMÆLI