Framsókn

Bæjarráð skipar starfshóp vegna kynferðismála


Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, óskaði eftir umræðu fyrir hönd allra kvenna í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnafundi um ,,Í skugga valdsins #metoo“ en konur í stjórnmálum hafa verið að rjúfa þögnina með sögum um kynferðislega áreitni í starfi undanfarið. Kaffið birti pistil Evu Hrundar í gær en hann var upphaflega skrifaður sem ræða á bæjarstjórnarfundinum sem um ræðir.

Í kjölfar umræðunnar um Skugga valdsins fól bæjarstjórn Akureyrar bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlanir vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem bæjarfulltrúar og starfsmenn kunna að verða fyrir í störfum fyrir Akureyrarbæ. Þetta kemur fram í pistli Evu Hrundar sem á lesa hér neðar í fréttinni.

Bókunin var samþykkt samhljóða og þar segir að áætlunin skuli verða unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri.

Sjá einnig:

Í skugga valdsins

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó