Bæjarins Beztu hætt á Akureyri

Bæjarins Beztu hætt á Akureyri

Bæjarins Beztu opnaði sinn fyrsta pylsuvagn á Akureyri í byrjun sumars sem nú er búið að loka.

Opnun vagnsins gekk vel og Bæjarins Beztu fór vel af stað til að byrja með. Hins vegar var sumarið ekki eins gott og gert var ráð fyrir. Rekstraraðili vagnsins segir það miður að ekki sé vettvangur fyrir reksturinn á Akureyri.

,,Það er leiðinlegt að sjá að það sé ekki markaður fyrir svona vinsælum rétti eins og Bæjarins Beztu pylsum á Akureyri. Við erum þó ennþá opin fyrir því að bjóða upp á Bæjarins Beztu pylsur á Akureyri og hver veit hvort að við byrjum á því aftur einhvern tímann á næstunni,“ segir Barði Þór Jónsson, einn rekstraraðila vagnsins á Akureyri.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó