Bæði smitin í Mývatnssveit

Bæði smitin í Mývatnssveit

Líkt og Kaffið.is greindi frá í gær eru tvö virk smit á Norðurlandi eystra en eitt nýtt smit bættist við á laugardag. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra greindust bæði smitin í Mývatnssveit. Á Norðurlandi eystra eru auk þess þrír einstaklingar í sóttkví, tveir í Mývatnssveit og einn á Akureyri.

Lögreglan brýnir fyrir fólki að þó ástandið sé fínt núna að fara áfram varlega. „Þótt það sé gott ástand þá biðjum við ykkur að fara varlega og huga vel að persónulegu hreinlæti og öllu því sem búið er að hamra á okkur undanfarið til að koma í veg fyrir útbreiðslu,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó