Tvö Covid-19 smit eru nú skráð í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Bæði smitin eru landamærasmit.
Það þýðir að áfram hefur ekki greinst innanlandssmit á svæðinu sem tengist ekki landamærunum síðan um mánaðarmótin nóvember-desember á síðasta ári.
Eitt smitanna er á Akureyri og eitt á Ólafsfirði. Fjórir eru skráðir í sóttkví á Norðurlandi eystra, þrír á Akureyri og einn á Ólafsfirði.