Ávaxtakarfa Verkmenntaskólans fær góðar viðtökur

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Um helgina frumsýndi leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri Ávaxtakörfuna í Hofi. Viðtökurnar voru mjög góðar og fékk leikhópurinn og aðrir aðstandendur sýningarinnar mikið lof fyrir hana.

Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur frumsýninguna og var afar ánægður með sýninguna. Á Facebook síðu sinni segir hann: „…og síðan náði ég að vera við frumsýningu leikfélags Verkmenntaskólans á Akureyri á Ávaxtakörfunni, barnaleikritinu vinsæla og djúpvitra. Allt fannst mér þar til fyrirmyndar, leikur, söngur, sviðsmynd, förðun og hvaðeina.“

Tvær sýningar fara fram næsta sunnudag og miðasala er á mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó