NTC

Ava P. Christl og Daniel Fonken – Sýningaropnun í Deiglunni

Ava P. Christl og Daniel Fonken – Sýningaropnun í Deiglunni

Ava P Christl og Daniel Fonken, Gestalistamenn júní mánaðar 2024 hjá Gilfélaginu bjóða á sýningu sína, re|FOREST|tree. Laugardag og sunnudag, 22.-23. júní frá 12:00-17:00. Listamannaspjall og móttaka með Bannock (brauð) og Birkisírópi á laugardaginn kl. 17:00 – Í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. 

re|FOREST|tree skoðar tré og skóga á Íslandi, með teikningum, málverki og ljósmyndum, með það fyrir augum að fræðast um og fagna áratuga endurskógrækt í skóg-eyddu landslagi Íslands.

NTC netdagar

Mánaðarlangt samstarf listamannanna á Akureyri tekur sjónarhorn hvorutveggja frá ljósmyndaröð Fonken af brunnum skógum eftir skógarelda í Colorado, og langtíma verkefni Christl um vistfræðilegt tap og endurheimt í barrskógum norður Kanada.

Ava er með BFA gráðu frá NSCAD háskólanum og framhaldsskólakennsluréttindi, University of Victoria. Málverk hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Kanada og eru í einka- og opinberum söfnum þar á meðal Yukon Permanent Art Collection, Yukon Hospital Corporation og Art Bank of Canada, Ottawa.

Daniel er með BA í leikhúsfræðum – Whitman College, BA Studio Art/Film – The Evergreen State College og MFA Video/Photography – School frá the Art Institute of Chicago.Starf hans felur í sér að kenna ljósmyndun, setja upp gallerísýningar og sviðsbyggingu. Hann hefur sýnt verk á Rocky Mountain Biennial, SFMoMA listagalleríinu og Center for Fine Art Photography.

Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir.

Sambíó

UMMÆLI