Heildarútlán á Amtsbókasafninu á Akureyri í janúar voru 13.971 en það er um 10 prósenta aukning frá því á sama tíma á síðasta ári.
Útlán á bókum voru 10.524 og er það aukning um 5 prósent á milli ára. Útlán á spilum jukust um 185 prósent á milli ára. Gjaldtöku fyrir DVD var hætt um áramót og við það jukust útlánin á mynddiskum og munar þar um 91 prósent miðað við janúar 2018. Útlán á tímaritum jukust um 20 prósent, útlánum á bókum í gegnum Rafbókasafnið fjölgaði um 16 prósent og þess má einnig geta að gestum fjölgaði um 7 prósent á milli ára.
Allt seinasta ár fjölgaði gestum og útlánum á Amtsbókasafninu lítillega en þó nokkuð stöðugt á milli ára. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem gestakomum og útlánum hefur fjölgað.
Á Amtsbókasafninu fer fram ýmiskonar starfsemi og fjölþætt þjónusta. Auk þess sem gestir sækja sér gögn af ýmsu tagi þá stendur safnið fyrir viðburðum margskonar, sýningum, erindum og upplestrum svo dæmi séu tekin.
UMMÆLI