Aukin aðsókn í Hlíðarfjall á sumrinMynd: hlidarfjall.is

Aukin aðsókn í Hlíðarfjall á sumrin

Stólalyftan í Hlíðarfjalli hefur verið opin göngu- og hjólreiðafólki í sumar. Aukinn áhugi almennings á útivist og notkun stólalyftunnar gefur vísbendingu um að grundvöllur sé fyrir rekstri í fjallinu stóran hluta ársins. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá fréttastofu RÚV.

Sumaropnun hefur verið í Hlíðarfjalli undanfarin fjögur sumur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir í samtali við RÚV að sumaropnunin sé liður í að nýta fjallið og þá aðstöðu og þann mannafla sem þar er.

Akureyrarbær hefur reynt að bjóða út starfsemi Hlíðarfjalls en án árangurs. Brynjar telur að það hafi jákvæð áhrif á reksturinn að víkka starfsemina út. Hann segir að það sé númer eitt, tvö og þrjú að reksturinn standi undir sér hvort sem bærinn sinnir honum eða einhver annar.

Aukin aðsókn hefur verið í Hlíðarfjall á sumrin. Brynjar segir að um 60% aukning sé frá því í fyrra. „Það er frekar mikið en það er líka af því að við erum að sjá svo mikla aukningu í hjólasölu,“ segir Brynjar að lokum í samtali við RÚV.

Lesa má heildarumfjöllun á vef RÚV með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó