NTC

Aukið ofbeldi á Norðurlandi eystra

Aukið ofbeldi á Norðurlandi eystra

Kristín Snorradóttir skrifar:

Þegar skoðað er hversu mikil aðsókn ert í hús hér í Bjarmahlíð á Akureyri má sjá að þörfin fyrir þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis eykst milli ára.

Það sem af er 2024 er fjölgun í húsi  á milli ára . 

Aukningu má skýra að einhverju leiti með því að vitundarvakning hefur átt sér stað svo fleiri leita sér hjálpar en það er alveg ljóst að aðeins er um brot af málum sem kemur í hús og því miður er ofbeldi enn falið og mikilvægt að auka fræðslu og kynna starfsemi þolendamiðstöðva betur. 

Bjarmahlíð á Akureyri hefur verið starfrækt í 5 ár og þjónustar stórt svæði, allt norðurland eystra og nágranna sveitafélög sem og  fjarþjónustu fyrir landið allt. 

Bjarmahlíð er einskonar miðstöð sem leiðir þolendur áfram eftir ofbeldi, greiðir leiðina að öðrum úrræðum og greinir úrræðaþörf hvers og eins.

 Mjög öflugt og gott samstarf er á milli samstarfsaðila og allir að vinna að sama hlutnum að hlúa að og efla þolendur sem og að fræða og leiðbeina. 

Hjá Bjarmahlíð þjómustum við alla þolendur óháð stétt og stöðu, þjónustum ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára og öll starfsemi er veitt af faglærðu fólki sem hefur gríðarlega þekkingu á ofbeldi og áföllum, sem og hvernig skal veita áfallamiðaða þjónustu.

Bjarmahlíð eins og aðrar þolendamiðstöðvar hefur sannað gildi sitt og þörfina fyrir úrræðið. 

Samt sem áður er Bjarmahlíð að berjast við að halda sér á floti fjárhagslega með því að sækja styrki til sveitafelaga, stofnanda og einkaaðila.

Bjarmahlíð hefur átt dyggan stuðningshóp sem hefur styrkt starfið almennt sem og einstök verkefni og  það er samfélaginu sannarlega til góðs að fyrirtæki skili hluta af arði sínum til samfélgsverkefna.

Það að geta veitt þolendamiðaða eflandi þjónustu sem er ókeypis gerir það að verkum að allir geta sótt þjónustuna en eins og vitað er er stór hópur í landinu sem ekki hefur þau fjárráð að geta keypt sér þjónustu faglærða ráðgjafa.

Nýverið kom lögreglustjóri norðurlands eystra fram í fjölmiðlum og ræddi aukningu á ofbeldismálum hér á norðurlandi og þörf á fleiri lögreglumönnum til þess að mæta þessum vanda.

Það sannarlega er upplifun mín að aukning sé á ofbeldismálum og þau verða harðari, svo þörfin fyrir þolendamiðstöðvar er mjög mikil enda sýna tölur í húsi að aukningin er gríðarleg nú um miðjan febrúar erum við að tala um að málin eru orðin fleiri en á fyrstu þrem mánuðum síðasta árs. 

Það er áhyggjuefni hversu óskýr línan á milli ofbeldis og kynlífs er hjá yngri kynnslóðinni. Æ oftar koma upp spurningar eins og má ég segja nei ? 

Nú hef ég stýrt þessu skipi síðan 1 nóvember og  finnst alveg með ólíkindum að ekki sé búið að setja þolendamiðstöðvar á fjárlög!

Það gefur augaleið að það er þjóðfélagslega hagkvæmt í margbreytilegu samfélagi að efla allt starf sem snýr að því að uppræta ofbeldi í allri mynd. 

Fræðsla er stór þáttur starfsinns og með fræðslunni drögum við úr feluleik en það er einmitt þar sem eitthvað er falið sem ofbeldið þrífst. 

Sambíó

UMMÆLI