Leikfélag Akureyrar sýnir nú um stundir verkið Kvenfólk eftir Hund í óskilum í Samkomuhúsinu. Aðsókn hefur verið fádæma góð og uppselt á fyrstu 10 sýningarnar. Verkið hefur fengið einróma lof frá gagnrýnendum og áhorfendum. Kvenfólk er nýtt íslenskt sviðsverk eftir dúettinn Hund í óskilum sem þeir Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen skipa en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis kvennahljómsveitarinnar Bríet og bomburnar í sýningunni þar sem þeir Hjörleifur og Eiríkur fara á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi frá því hún var frumsýnd og miðar fara hratt i nóvember. Því hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum. Búið er að opna fyrir sölu á 25. og 26. nóvember á mak.is.
UMMÆLI