Það er mikil deila um að rafrettur séu skaðminni en sígarettur eða jafn skaðmiklar. Komið hefur fram að rafrettur eru skaðminni en sígrettur. En rafrettur hafa samt sína galla.
12% Íslendinga nota raftrettur þótt þeir hafi aldrei reykt sígarettur áður. Rafrettur eru mjög áberandi í samfélaginu. Maður getur séð munin á því hvort fólk er að reykja rafrettu eða sígarettu með því að skoða reykinn eða gufuna og með því að skoða hvernig fólk heldur á sígarettunni eða rafrettunni. Munurinn á reyknum er sá að úr rafrettunni kemur hvítari og þykkri gufa, enn úr sígarettunni dekkri og þynnri reykur.
Eins og við sögðum í byrjun hafa rafrettur sína galla, eins og til dæmis poppkornlungu sem er sjúkdómur sem maður fær af vökva rafretta. Einkenni poppkornlungna eru til dæmis þurr hósti, stuttur andadráttur og erfiðleikar við að anda djúft sérstaklega þegar maður reynir á sig, óskiljanleg þreyta, hraður andardráttur, og fleira. Nærrum því helmingur þeirra sem nota rafrettur eru hættir að reykja, það eru fleiri en árið 2016. Árið 2017 reyktu daglega um 9% landsmanna og hefur hlutfallið lækkað um 5% á síðustu þrem árum. Gufa rafretta er ekki meinlaus, heldur eru í gufunni eitraðar agnir sem menga umhverfið og skemma lungu fyrir öðru fólki.
Það sem okkur finnst um rafrettur er til dæmis að það er frekar ógeðslegt að labba í gegnum gufuna og það er ógeðslegt að anda henni að sér. Við höldum að flestir unglingar byrji að nota rafrettur af því að þeim finnst það kúl eða af því að aðrir vinir þeirra eru byrjaðir að reykja rafrettur og þeir hafa líklega orðið fyrir félagsþrýstingi. Við skiljum samt að fólk reyki rafrettur til að hjálpa sér að hætta að reykja, en unglingar ættu ekki að fikta með rafrettur vegna þess að þær geta skaðað lungu þeirra.
Við sem samfélag þurfum að passa að rafrettur haldi ekki áfram að vera kúl fyrir komandi kynslóðir.
Fjölmiðlaskólinn á Akureyri er námskeið á vegum Akureyrarbæjar í samstarfi við Vinnuskólann. Ungmenni úr 8.bekk í skólum bæjarins koma saman og fá fræðslu um helstu grunnatriði fjölmiðlunnar og myndbandsgerðar. Eftir það þurfa þau að standa á eigin fótum og semja sitt eigið efni undir leiðslu starfsmanna Vinnuskólans.
Heimildir:
UMMÆLI