Framsókn

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar

Akureyrarstofa auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir árið 2021. Hægt er að sækja um í fjórum flokkum eftir því sem við á:

  • Samstarfssamningar
    Verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Upphæðir samstarfssamninga geta verið á bilinu 100.000-800.000 kr.
  • Verkefnastyrkir
    Verkefni sem hafa listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið. Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem endurspegla hinsegin samfélagið og fjölbreytileika mannlífsins. Styrkir eru að upphæð 50.000-400.000 kr. Einnig verður úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 600.000 kr. til stærri verkefna í tengslum við Akureyrarvöku (27.-29. ágúst).
  • Starfslaun listamanna 
    Umsóknir skulu innihalda greinargóðar og hnitmiðaðar upplýsingar um fyrirhuguð verkefni á starfslaunatímabilinu, listferil og menntun. Árið 2021 eru veitt starfslaun að upphæð 2.700.000 kr. sem dreifast jafnt yfir 9 mánuði. Öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni.
  • Sumarstyrkur ungra listamanna 
    Úthlutað verður 1-2 styrkjum til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu (júní-ágúst) með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum. Upphæð hvers styrks er 600.000 kr. sem dreifist jafnt yfir mánuðina júní, júlí og ágúst. Á móti styrknum mun viðkomandi koma fram meðal annars á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins, Listasumri (2.-31. júlí) og Akureyrarvöku (27.-29. júlí), allt eftir nánara samkomulagi við Akureyrarstofu hverju sinni.

Umsóknarfrestur allra umsókna er til og með 14. febrúar 2021.

Hagnýtar upplýsingar:

Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs, Samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefnu Akureyrar má sjá HÉR.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á www.akureyri.is. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó