A! Gjörningahátíð

Auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum á Akureyrarflugvelli

Auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum á Akureyrarflugvelli

Akureyrarflugvöllur hefur auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum til þess að reka veitingasölu og verslun með tollfrjálsan varning á Akureyrarflugvelli.

Um ræðir rekstur á veitingasölu á tveimur svæðum á Akureyrarflugvelli, rekið af einum aðila, og auk þess rekstur verslunar með tollfrjálsan varning.

„Leitað er eftir aðila sem getur boðið upp á kaffi og bakkelsi, léttari mat, djúsa og smoothies, ásamt áfengum og óáfengum drykkjum fyrir breiðan hóp viðskiptavina, eða það veitingaúrval og þjónustu sem félagið sér tækifæri á að bjóða upp á,“ segir í auglýsingu Isavia.

Vakið er athygli á því að með markaðskönnuninni er ekki verið að leita tilboða heldur er eingöngu verið að afla og veita upplýsinga.

Svörum við spurningum og öðrum gögnum skal skila í gegnum útboðsvef Isavia eigi síðar en 14. apríl næstkomandi klukkan 17.00.

VG

UMMÆLI

Sambíó