NTC

Auglýsa sérstaklega eftir konum

Slökkvilið Akureyrarbæjar og Umhverfismiðstöð hafa auglýst störf til umsóknar þar sem sérstaklega er óskað eftir kvenfólki til starfa.

Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að þetta sé gert á grundvelli 26. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig er vísað til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störf.

„Reynt er að forðast það að til verði karla- eða kvennavinnustaðir en verulega hefur hallað á hlut kvenna hjá umhverfismiðstöð og Slökkviliði Akureyrar og því er nú auglýst sérstaklega eftir konum til starfa á þesum stöðum,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða konur í störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í afleysingar. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna 2018 við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Gera má ráð fyrir 5-7 mánaða starfstíma.

Umhverfismiðstöð auglýsir eftir konum í fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf við fegrun bæjarins og umhirðu bæjarlandsins en þá er átt við götur og gangstéttir, garða og opin svæði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó