Auglýsa eftir aðstoð til þeirra sem eiga lítið milli handanna

Auglýsa eftir aðstoð til þeirra sem eiga lítið milli handanna

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur gerður í þeim tilgangi að hjálpa fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti matar- eða peningaframlögum og dreifa til þeirra sem eiga minna.

Fjölmargir setja inn á hópinn og bjóða fram aðstoð sína en undanfarið hefur lítið borið á framlögum en margir verið að leita eftir aðstoð. Því biðla stjórnendur hópsins til meðlima hvort þeir eigi eitthvað aflögu til að geta annað eftirspurn.

,,Við erum búnar að vera með þessa síðu í nokkur ár og hefur yfirleitt gengið vel að fá aðstoð hjá ykkur. Núna er staðan þannig að það eru margir sem óska eftir aðstoð en lítið kemur inn. Því biðjum við ykkur kæra fólk um aðstoð ykkar við að halda þessari síðu gangandi. Þarf ekki að vera mikið sem hver og einn leggur fram, bara að það sé eitthvað. Margt smátt gerir eitt stórt❤,“ segir í tilkynningunni.

Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa mat, gjafabréf í matvöruverslanir eða lagt inn á matargjafareikninginn. Tæplega 1700 meðlimir eru þegar skráðir í hópinn en hann var stofnaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þessum tíma aðstoðað margar fjölskyldur, þá sérstaklega í desember yfir hátíðirnar. Fyrir jólin í fyrra voru t.a.m. 79 fjölskyldur aðstoðaðar með þessu framtaki.
Reiknisnúmerið á matargjafareikningum er: 
1187 -05-250899 og kennitala 6701170300

Vilt þú leggja málefninu lið? Þú getur skráð þig í facebook-hópinn hér. 

Sambíó
Sambíó