NTC

Auðunn kveður ljósmyndun sem aðalstarf, í bili

Auðunn kveður ljósmyndun sem aðalstarf, í bili

Auðunn Níelsson, einn þekktasti ljósmyndari Akureyrar, hefur ákveðið að kveðja ljósmyndun sem aðalstarf í bili. Í tilkynningu á Facebook síðu sinni segir hann að hafi áttað sig á því hversu illa starfið hentar fyrir fjölskyldufólk og að vinnan hafi tekið mikinn tíma frá fjölskyldunni.

„Til að geta lifað af sem ljósmyndari í eins litlum bæ og Akureyri þarftu að taka myndir á nánast öllum tímum sólarhringsins. Fermingar eru myndaðar eftir vinnu og skóla – og brúðkaup og árshátíðir um helgar. Vinna þegar aðrir eru í fríi. Og þennan lífstíl algerlega dýrkaði ég framan af. En nú er ég orðinn tveggja barna faðir með yndislegu konunni minni henni Heiðu – og fatta loksins hversu þessi vinna hentar illa fyrir fjölskyldufólk og hversu mikinn tíma frá fjölskyldunni hún var að taka. Því hef ég ákveðið að kveðja ljósmyndun sem aðalstarf í bili, að minnsta kosti meðan strákarnir okkar eru svona ungir,“ skrifar Auðunn á Facebook.

Auðunn tók sína síðustu myndatöku í stúdíóinu sínu á Furuvöllum á Þorláksmessu og skilaði húsnæðinu af sér þann 28. desember síðastliðinn.

„Það er búið að vera algerlega stórkostlegt að fá að taka þátt í því að skrásetja minngarnar fyrir ykkur öll – og fá að hitta og mynda fólk úr öllum þjóðfélagshópum í gegnum þessa frábæru vinnu – en nú er kominn tími til að eiga meiri tíma fyrir fjölskylduna og skapa og skrásetja mínar eigin minningar. Ég vill þakka öllum sem höfðu trú mér mér og mættu í myndatöku þegar ég var að byrja og blautur á bakvið eyrun – og öllum sem komu í myndatöku eftir það,“ skrifar Auðunn en færsluna í heild má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó