Auðæfi Hafsins tilnefnd til Edduverðlaunanna

Úr þáttunum Auðæfi Hafsins. Mynd: N4

Þáttaröðin Auðæfi hafsins sem er framleidd af N4 sjónvarpsstöð eru tilnefnd til Edduverðlaunanna í flokknum frétta- og viðtalsþáttur ársins. Þættirnir eru samstarfsverkefni N4 og Háskólans á Akureyri.

Í þættinum er fjallað um fjölmargar hliðar hafsins við Íslandsstrendur og þau verðmæti sem skapast úr því. Umfjöllunarefnið er ákaflega fjölbreytt en fjallað er meðal annars um mat, nýjungar, markaðssetningu, landvinnslu, menningu, þekkingu, tækni, listir, stoðkerfið, lyfjaframleiðslu, haftengda ferðaþjónustu og snyrtivörur úr sjávarafurðum.

Hilda Jana Gísladóttir er stjórnandi þáttanna en hún ferðaðist ásamt Herði Sævaldssyni víða um hnöttinn til þess að safna spennandi efni fyrir þáttinn. Hún vildi á sínum tíma að þættirnir myndu sýna að sjávarútvegur á Íslandi getur verið mjög spennandi.

Þetta er í 19. skiptið sem Edduverðlaunin verða veitt en viðburðurinn fer fram þann 25. febrúar og verður í beinni útsendingu á RÚV. Inn voru send alls 111 verk í 26 verðlaunaflokka. Í flokknum frétta- og viðtalsþáttur ársine eru Auðæfi Hafsins tilnefnd ásamt þáttunum Fósturbörn og Kveikur.

 

Sambíó

UMMÆLI