NTC

Atriði úr Netflix-mynd um hryðjuverk Anders Breivik tekin upp á Siglufirði

Atriði úr Netflix-mynd um hryðjuverk Anders Breivik tekin upp á Siglufirði

Atriði úr kvikmynd sem er byggð á hryðjuverkum Anders Breivik er að hluta til tekin upp á Siglufirði. Þetta kemur fram í frétt Nútímans, sem segja að tökulið hafi verið að störfum í viku í byrjun janúar.

Anders Breivik varð 77 manns að bana í Ósló og Útey þann 22. júlí árið 2011 en Netflix tryggði sér réttinn á sögunni í ágúst á síðasta ári. Heimildir Nútímans herma að myndin gerist fyrir og eftir atburðina og að einhvers konar snjósleðaatriði hafi verið tekin upp á Siglufirði.

Paul Greengrass leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig kvikmyndunum Bloody Sunday og United 93. Åsne Sierestad skrifar handritið ásamt Paul en hún skrifaði greiningu á Anders Breivik og voðaverkum hans í bókinni Einn af okkur sem kom út í fyrra. Tveir Norðmenn fara með aðalhlutverk myndarinnar, en Anders Danielsen Lie mun leika Breivik og Jon Øigarden leikur verjanda hans.

Siglufjörður

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó