Atli Sigurjónsson í Þór

Miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir lánssamning við Þór Akureyri út sumarið. Atli er leikmaður KR en er uppalinn hjá Þór.

Þetta staðfesti Atli í samtali við Kaffið rétt í þessu. Atli spilaði síðast fyrir Þór árið 2011 og á 87 leiki að baki með liðinu.

Atli verður liðsstyrkur fyrir liðið í baráttunni í Inkasso deildinni. Þórsarar sitja í 4. sæti Inkasso deildarinnar með 25 stig þrem stigum frá 2. sæti deildarinnar sem veitir sæti í efstu deild.

Atli hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum í Pepsi deildinni fyrir KR ásamt því að spila í Borgunarbikarnum og Evrópukeppni. Atli gekk til liðs við KR frá Breiðablik fyrir núverandi tímabil.

Atli verður því í leikmannahóp Þórs sem mætir Haukum á miðvikudag, 2.ágúst, næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó