Framundan er sérstök atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna COVID-19 farsóttarinnar fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag.
Boðið verður upp á bílakosningu í húsnæði Frumherja á Akureyri fimmtudag og föstudag klukkan 16:30 til 18:00 og á kjördag klukkan 13:00 til 14:00. Einnig í húsnæði Frumherja á Húsavík miðvikudag klukkan 16:30 til 17:30 og á kjördag klukkan 11:00 til 12:00.
Kjósandi þarf að koma einn í bifreið og má hvorki opna hurðir né glugga. Ekki þarf að panta tíma eða framvísa vottorði.
Kjósendur í einangrun eða sóttkví sem ekki geta kosið í bílakosningu geta sótt um að greiða atkvæði á dvalarstað. Senda skal sérstaka umsókn sem finna á www.kosning.is.
Umsókn skal hafa borist fyrir klukkan 10:00 á kjördag, sé dvalarstaður kjósanda innan kjördæmis, en fyrir klukkan 10:00 fimmtudaginn 23. september, sé dvalarstaður kjósanda utan kjördæmisins.
Athygli er vakin á því að staðfesting sóttvarnayfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag þarf að fylgja beiðninni.
Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Finna má fleiri greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum með því að smella hér.
UMMÆLI