Framsókn

Átak til að fjölga körlum í hjúkrunarfræði

Háskólinn á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri er í þann mund að hefja norrænt samstarfsverkefni til að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræðinámi en aðeins 2% hjúkrunarfræðinga eru karlmenn á Íslandi, sem er með lægri tölum á heimsvísu.

Frá stofnun Háskólans á Akureyri hafa 820 konur útskrifast sem hjúkrunarfræðingar en aðeins 19 karlmenn. Rannsóknir sýna fram á það að karlmenn finna fyrir fordómum í námi og starfi en starfið er í hugum margra ,,kvennastarf“. Af þessum sökum eru mjög fáir sem byrja í hjúkrunarfræði og margir sem upplifa sig eina og hætta í náminu í kjölfarið.

Heilbrigðisvísindasvið skólans er nú að hefja verkefni með Jafnréttisstofu og stofnunum á Norðurlöndum. Markmiðið er að finna nýjar leiðir til þess að fjölga körlum í náminu. Þá hefur verið rætt að setja jafnvel kynjakvóta en talið er að fyrst þurfi að bæta ímynd námsins og afmá hugmyndir um hjúkrun sem kvennastarf.  og er markmiðið að finna leiðir til að fjölga körlum í náminu. „Við ætlum að taka viðtöl við stjórnendur í

VG

UMMÆLI

Sambíó