NTC

Ásynjur skoruðu fimmtán

Ásynjur burstuðu SR.

Ásynjur burstuðu SR. Mynd: sasport.is

Ásynjur áttu ekki í miklum vandræðum með Skautafélag Reykjavíkur þegar liðin mættust í Hertz-deild kvenna í Skautahöllinni á Akureyri í dag.

Anna Ágústsdóttir kom Ásynjum í 2-0 í fyrsta leikhluta og var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Áður en yfir lauk tókst heimakonum að skora alls fimmtán mörk, gegn engu hjá gestunum.

Liðin mætast aftur á morgun í Skautahöll Akureyrar.

Markaskorarar Ásynja: Anna Ágústsdóttir 7, Alda Arnarsdóttir 2, Eva Karvelsdóttir 2, Birna Baldursdóttir 2, Guðrún Blöndal 1, Jónína Guðbjartsdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó