Mannfólkið breytist í slím gaf það út í dag að Ásthildur Sturludóttir væri verndari ársins 2024, fyrri verndarar hafa verið Snorri Ásmundsson (2021), Anna Richardsdóttir (2022) Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (2023). Þetta segir í tilkynningu frá MBS af Facebook-síðu þeirra:
Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010-2018. Þá tók hún við starfi bæjarstjóra á Akureyri. Ásthildur er gift og á tvö börn. Hún er mikil áhugamanneskja um menningu og hefur í störfum sínum talað fyrir mikilvægi hennar sem hluta af blómstrandi samfélagi og góðum bæjarbrag. Ásthildur er bókelsk, mikil áhugamanneskja um arkitektúr og hönnun, sækir myndlistarsýningar og hlustar mikið á tónlist, allt frá klassík yfir í rapptónlist.
Ásthildur Sturludóttir er verndari MBS árið 2024 og er það samsteypunni sem og aðstandendum öllum óheyrilegur heiður. Ásthildur er fjórði verndari Mannfólkið breytist í slím sem markar spor í sögu hátíðarinnar enda fyrsti verndarinn úr heimi stjórnmála!
Hátíðin verður haldin að Óseyri dagana 25. – 27. júlí.
UMMÆLI