Lögreglan á Akureyri heimsótti veitingahús í gærkvöldi og kannaði með aðstæður. Einn staður á Akureyri fór ekki að reglum. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.
Þar er haft eftir varðstjóra í lögreglunni á Akureyri að ástandið hafi verið gott á nánast öllum stöðum fyrir utan á einum vínveitingastað. Þar voru of margir gestir þegar lögregla kom í gærkvöldi og kannaði aðstæður.
Eitthvað var um hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt en enginn gistir fangageymslur lögreglu á Akureyri eftir nóttina.