Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, telur ástand í orkumálum á Norðurlandi eystra algjörlega óviðunandi. Þetta kemur fram í ályktun um orkumál frá aðalfundi félaganna á Siglufirði dagana 10. og 11. nóvember 2017.
Fundurinn telur að ráðast þurfi í stórátak í endurnýjun og styrkingu dreifikerfis raforku landsins til að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífs í landshlutanum. Mikilvægt sé að stjórnvöld skýri reglur og markmið og stuðli að betri sátt um uppbyggingu dreifikerfis raforku.
UMMÆLI