NTC

Áskorun vikunnar – Hvert beinir þú athygli þinni?

Áskorun vikunnar – Hvert beinir þú athygli þinni?

Þegar ég var ófrísk af börnunum mínum sá ég ekkert nema ófrískar konur eða fólk í göngutúr með barnavagn. Þessa daganna erum við hjónin að kynna okkur rafmagnsbíla og okkur finnst allir aka um á þeim tegundum sem okkur dreymir hvað mest um.

Nágranninn var að mála hjá sér skjólvegginn og mér fannst ég skyndilega þurfa að fara að ditta að mínum. Landið er lokað og mig hefur aldrei langað eins mikið til útlanda, samt var utanlandsferð ekkert á stefnuskránni hjá mér. Í sjálfskipaðri sóttkví mátti ég engan hitta og þráði ekkert heitar en virkt félagslíf, samt finnst mér ég almennt ágætur félagsskapur og uni mér vel ein eða með mínum nánustu.

Allt það sem þú veitir athygli, það vex. Sama gildir um neikvæðni og jákvæðni.

Neikvæðni dregur frá þér orku á meðan jákvæðni eflir þig. Veldu þér viðhorf og athygli og stjórnaðu þannig orkunni þinni.

Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi.

Á næstu vikum mun Kaffið.is í samstarfi við Streituskólann og Streitumóttökuna á Norðurlandi birta vikulega áskorun með það að markmiði að efla geðheilsu í samfélaginu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó