ASÍ gaf starfsbraut VMA tíu spjaldtölvur

Björn Snæbjörnsson og Svanlaugur Jónasson. vma.is

Björn Snæbjörnsson og Svanlaugur Jónasson. vma.is

Í liðinni viku fékk starfsbraut VMA að gjöf frá Alþýðusambandi Íslands tíu spjaldtölvur, sem munu koma að góðum notum við eflingu náms nemenda við starfsbrautina. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, afhenti spjaldtölvurnar fyrir hönd ASÍ.

Svanlaugur Jónasson, brautarstjóri starfsbrautar VMA, segir afar ánægjulegt að taka við svo góðri gjöf. Spjaldtölvurnar muni svo sannarlega koma að góðum notum við kennslu starfsbrautarnema. Vill hann koma á framfæri kærum þökkum til ASÍ fyrir gjöfina.

„Við höfum átt í góðu samstarfi við verkalýðsfélagið Einingu-Iðju í gegnum tíðina og nýlega fengu nemendur í starfsnámi, á þriðja og fjórða ári, fræðslu frá félaginu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði,“ segir Svanlaugur í samtali við vma.is

Hér má sjá umfjöllun um gjöfina á vef ASÍ, en auk starfsbrautar VMA færði Alþýðusambandið Grófinni geðverndarmiðstöð á Akureyri fimm samskonar spjaldtölvur að gjöf.

Frétt af VMA.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó