Gæludýr.is

Ásgeir tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í Pepsi deildinni

Ásgeir Sigurgeirsson Mynd: Sævar Sig.

Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA í Pepsi deild karla er tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í deildinni. Hann er einn af þremur leikmönnum sem eru tilnefndir úr Pepsi deildinni.

Ásgeir átti frábæran júlí mánuð fyrir KA. Hann var lykilmaður KA manna í mánuðinum en þeir komu sér úr fallbaráttunni í Evrópubaráttu.

Ásgeir skoraði fimm mörk en KA vann þrjá af fimm leikjum sínum, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik.

Ásgeir keppir á móti Hilmari Árna Halldórssyni úr Stjörnunni og Gunnleifi Gunnleifssyni úr Breiðablik um það hver verður leikmaður mánaðarins.

Kosning fer fram á Vísi en úrslitin verða tilkynnt í Pepsi mörkunum á Stöð 2 Sport 8. ágúst næstkomandi.

Smelltu hér til þess að taka þátt í kosningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó