Ásgeir Sigurgeirsson í U21 landsliðinu

Ásgeir Sigurgeirsson

Íslenska U21 landslið karla í knattspyrnu mættir Slóvakíu og Albaníu í undankeppni Evrópumóts U21 landsliða í næsta mánuði.Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu hefur tilkynnt hópinn sem spilar leikina.

Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirssón sem spilar með KA er í hópnum að venju. Ásgeir hefur spilað alla leiki KA í Pepsi-deildinni í sumar. Í þeim hefur hann skorað 5 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Ásgeir hefur leikið 5 leiki fyrir U21 landsliðið. Einnig hefur hann spilað 5 leiki fyrir U19 landsliðið og skorað 3 mörk og 7 leiki fyrir U17 ára landsliðið og skorað eitt mark.

Báðir leikir liðsins fara fram ytra og leikur liðið gegn Slóvakíu þann 5. október og Albaníu þann 10. október. Liðið lék sinn fyrsta leik í undankeppninni 4. september síðastliðin, en þá beið liðið lægri hlut gegn Albaníu á Víkingsvelli 2-3. Þar var Ásgeir í byrjunarliði Íslands og lék 74 mínútur í leiknum.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó