Ásgeir Sigurgeirsson með nýjan 2 ára samning við KA


Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og leikur því með liðinu næstu árin. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ásgeir verið hreint út sagt magnaður fyrir liðið bæði sumarið 2016 þegar liðið vann Inkasso deildina sem og 2017 þegar liðið undirstrikaði veru sína í deild þeirra bestu.

Ásgeir lék 22 leiki með KA í Pepsi deildinni í fyrra og skoraði alls 5 mörk í þeim leikjum og má sjá þau í myndbandinu hér fyrir ofan. Þá skoraði Ásgeir 8 mörk í 17 leikjum í Inkasso deildinni árið áður. ,,Við erum mjög ánægð með að halda Ásgeiri áfram hjá félaginu og erum spennt fyrir komandi sumri sem hefst 28. apríl með útileik gegn Fjölni,“ segir í tilkynningu frá KA.

Myndband með mörkum Ásgeirs í Pepsi deildinni í fyrra má sjá hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó