Akureyrarbær bendir á á vefsíðu sinni að mikilvægt sé að hreinsa niðurföll við heimili og vinnustaði. Veðurspár gera ráð fyrir lægðagangi á næstu dögum og er búist við asahláku víða um land. Þetta getur haft í för með sér mikið álag á fráveitukerfi og eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa niðurföll við heimili sín og vinnustaði til að forðast vatnstjón.
Auk þess má búast við hálku á vegum og því er mikilvægt að ökumenn sýni sérstaka aðgát og aki varlega.
Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar hafa þegar hafist handa við að hreinsa frá niðurföllum í bænum og verða viðbúnir að bregðast við með hálkuvörn ef aðstæður krefjast.