NTC

Árshátíð MA verður haldin í kvöld þrátt fyrir óveður

Mynd frá Árshátíð Menntaskólans á Akureyri 2011.

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri gaf frá sér tilkynningu í dag um að Árshátíðin, sem er stærsti viðburður á vegum nemendafélagsins, yrði haldin í kvöld þrátt fyrir óveðrið mikla. Eins og Kaffið greindi frá fyrr í dag féll allt skólahald á Akureyri niður vegna veðurs og höfðu einhverjir áhyggjur af því að árshátíðin félli niður í kjölfarið.
Nemendurnir láta þó óveðrið ekki á sig fá og mæta prúðbúnir í íþróttahöllina í kvöld.

Í tilkynningunni segir:
Árshátíð MA verður í kvöld. Veður er að skána og færð þokkaleg um helstu götur. Allir listamenn eru komnir og allt annað til reiðu.

Listamennirnir sem koma fram á Árshátíðinni eru ekki af verri endanum en það eru Í svörtum fötum, Birgitta Haukdal, Birnir, Joey Christ og Flóni sem öll komust til Akureyrar í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó