Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í ótrúlegum 3-2 útisigri Cardiff á Bristol City.
Þegar aðeins rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum voru Aron og félagar 2-1 undir. Þeir gáfust þó ekki upp og skoruðu tvö mörk áður en leiknum lauk.
Aron lék allar 90 mínúturnar á miðjunni en í textalýsingu BBC kemur fram að innköst Arons hafi valdið miklum ursla í leiknum.
Cardiff hefur 30 stig í 17. sæti í deildinni en Bristol City hefur 27 stig í 19. sæti.
UMMÆLI