Aron og Birkir spiluðu í svekkjandi tapi gegn Finnum

Aron Einar Gunnarsson

Akureyringarnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason léku allan leikinn gegn Finnlandi fyrir Ísland í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi 2018. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir íslenska liðið í toppbaráttu I-riðils.

Fyrir leikinn var íslenska liði jafnt því króatíska á toppi riðilsins með 13 stig. Úkraína og Tyrkland fylgdu fast á eftir með 11 stig í 3. og 4. sæti. Mótherjar Íslendinga, Finnar, voru í 5. sæti með 1 stig án sigurs.

Íslenska liðið náði sér þó aldrei almennilega á strik í leiknum og lauk honum með 1-0 sigri Finna eftir mark Alexander Ring úr aukaspyrnu á 8. mínútu leiksins.

Seinna um kvöldið sigraði Úkraína Tyrkland 2-0 og komst því upp fyrir Ísland í toppsæti riðilsins en leik Króatíu og Kósovó var frestað.

Aron og Birkir hafa báðir átt betri leiki fyrir íslenska liðið en hér að neðan má sjá einkunnir þeirra og umfjöllun um spilamennsku frá helstu fréttamiðlum.

Fótbolti.net:

Aron Einar Gunnarsson 6
Fínn drifkraftur í Aroni að vanda.

Birkir Bjarnason 5
Átti nokkra spretti en hlutirnir féllu ekki fyrir hann.

Vísir.is:

Aron Einar Gunnarsson 5
Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.

Birkir Bjarnason 4
Kom ekkert út úr honum í sókninni.

433.is

Aron Einar Gunnarsson 6
Var í smá tíma að ná takti og halda stöðu eins og hann gerir vel, vann sig inn í leikinn.

Birkir Bjarnason 5
Ekki besti landsleikur Birkis, var of oft týndur í leiknum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó