Aron Ingi til VeneziaSamningur við Ítalina undirritaður í Hamri í gær. Mynd: thorsport.is

Aron Ingi til Venezia

Knattspyrnudeild Þórs og ítalska B-deildarliðið Venezia hafa komist að samkomulagi um að Aron Ingi Magnússon yfirgefi lið Þórs og gangi til liðs við ítalska félagið. Um er að ræða lánssamning sem kveður á um það að ítalska félagið geti keypt Aron til sín að lánstímanum loknum eða á meðan á honum stendur. Þetta kemur fram á vef Þórsara.

Aron Ingi er fæddur árið 2004 og er því á miðári í 2.flokki en hann hefur verið fastamaður í liði Þórs í Lengjudeildinni í sumar; hefur leikið níu leiki og skorað eitt mark. Alls hefur Aron Ingi leikið 18 leiki fyrir meistaraflokk eftir að hafa farið í gegnum alla yngri flokka félagsins.

Aron heldur utan til Ítalíu í dag og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Þór í bili en hann átti frábæra frammistöðu í fræknum 2-4 sigri Þórs á Kórdrengjum í Safamýri í gærkvöld og lagði upp fjórða mark Þórs.

„Við óskum Aroni Inga til hamingju með þetta flotta skref á ferlinum og hlökkum til að fylgjast með honum á nýjum slóðum,“ segir á vef Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó