Aron Einar væri til í að taka eitt ár sem handboltamaður

Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta var í skemmtilegu viðtali við þá Frosta og Mána í útvarpsþættinum Harmageddon í gær.

Aron kom víða við og sagði meðal annars að hann hefði áhuga á því að spila eitt tímabil sem handboltamaðaur þegar fótboltaferlinum lýkur. Aron sem var á sínum yngri árum frábær handboltamaður hefði að öllum líkindum endað sem atvinnumaður í þeirri grein hefði hann valið handboltann.

„Um daginn hugsaði ég að ég væri til í að taka eitt ár í handboltanum. Taka bara eitt ár einhversstaðar. Það gæti samt breyst á næsta ári. Ég bara veit það ekki,“ sagði Aron en forvitnilegt verður að sjá hvort hann semji við eitthvað af þeim fjölmörgu handboltaliðum sem Akureyringar eiga þegar ferlinum lýkur.

Viðtalið í heild má heyra hér

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó