Aron Einar Gunnarsson reyndist hetja Cardiff City í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Nottingham Forest.
Aron Einar skoraði eina mark leiksins á 70.mínútu en hann lék allan leikinn á miðju Cardiff og átti góðan leik. Mark Arons var afar glæsilegt en hann smellhitti boltann utan vítateigs.
Aron og félagar sigla lygnan sjó um miðja deild þegar þrjár umferðir eru eftir. Þeir eru ekki í fallhættu en eiga heldur ekki möguleika á að koma sér í umspilssæti. Hinn Akureyringurinn í ensku B-deildinni, Birkir Bjarnason, er enn að jafna sig eftir meiðsli og var því ekki í leikmannahópi Aston Villa sem tapaði 3-1 fyrir Fulham.
Stærsta fréttin úr B-deildinni í dag er hins vegar að Brighton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
UMMÆLI