Eins og lesendur okkar ættu flestir að vita mun Aron Einar Gunnarsson kvænast Kristbjörgu Jónasdóttur síðar í þessum mánuði og eins og venjan er þá þarf að steggja brúðgumann.
Eins og við greindum frá í lok maí þá var Aron steggjaður af vinum sínum hér á landi þar sem hann var meðal annars látinn klæðast KA-treyju. Núna eru hinsvegar félagar Arons úr landsliðinu þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúrik Gíslason, Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingason að steggja kappann og það í New York.
Af myndum á samfélagsmiðlum að dæma þá væsir ekki um drengina í New York.
UMMÆLI