NTC

Aron Einar skoraði og var maður leiksins í jafntefli

Aron í þann mund að koma boltanum yfir línuna.

Aron í þann mund að koma boltanum yfir línuna.

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff þegar liðið heimsótti Ipswich í ensku B-deildinni í dag.

Hann kom Cardiff í 1-0 skömmu fyrir leikhlé en heimamenn í Ipswich jöfnuðu snemma í síðari hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1 en Cardiff lék síðustu 20 mínúturnar einum manni færri eftir að Sol Bamba fékk rautt spjald og trylltist í kjölfarið.

Aron Einar var nálægt því að skora annað mark en skot hans fór í stöngina. Samkvæmt umfjöllun WalesOnline var Aron Einar besti maður Cardiff í dag.

,,Gunnarsson er maðurinn í þessu Cardiff liði. Hann var út um allt í þessum leik. Hann hefði getað skorað þrennu í fyrri hálfleik og hann dreif liðsfélaga sína áfram. Hann er algjör lykilmaður,“ segir í umfjöllun staðarblaðsins um leik dagsins.

Sjá einnig

Segir Aron vera besta leikmann Cardiff

Myndband: Aron Einar skoraði og valinn maður leiksins

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó