NTC

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

aron-gunnarsson-capitan-figura-islandia_lrzima20160629_0044_11

Aron Einar Gunnarsson þekkja allir Íslendingar og í raun allur knattspyrnuheimurinn eftir vasklega framgöngu þessa 27 ára gamla Þorpara á EM í Frakklandi síðasta sumar.

Aron Einar sló algjörlega í gegn á EM og var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins sem kom heimsbyggðinni rækilega á óvart þegar Ísland komst alla leið í 8-liða úrslit.

Aron ólst upp hjá Þór á Akureyri áður en hann hélt í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið á mála hjá AZ Alkmaar, Coventry og Cardiff.

Nærmynd af Aroni Einari Gunnarssyni

Kaffið fékk Aron Einar til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: England

Mestu vonbrigðin: Króatía umspilið

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Van Bommel eða Michael Ballack, voru svakalegir á sínum tíma

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Manchester United

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Michael Jordan

Fyrirmynd í æsku: Ég leit mikið upp til Atla bróður og Palla Gísla enda tveir aðilar sem hafa mótað mig og gert mig að þeim íþróttamanni sem ég er í dag.

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Akureyri

Mest pirrandi andstæðingur? Enginn sérstakur

Ertu hjátrúarfullur? Var það en pæli minna í því núna

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annari íþrótt, hver væri það? Handbolti

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Get eiginlega ekki gert það núna, svara þessari fyrir ykkur þegar ferillinn er búinn

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó