Aron Einar með Covid-19

Aron Einar með Covid-19

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, hefur greinst með Covid-19. Hópurinn fyrir komandi landsleiki liðsins verður kynntur í vikunni.

Greint var frá þessu í hlaðvarpsþættinu Dr. Football í dag. Þar var sagt að Aron hefði smitast fyrir nokkrum dögum síðan og sé nú í einangrun á hótelherbergi á Spáni þar sem félagslið hans, Al-Arabi, er í æfingabúðum. Þar kemur fram að góðar líkur séu þó taldar á að Aron verði klár í slaginn fyrir komandi landsleiki.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu fimmtudaginn 2. september, Norður-Makedóníu sunnudaginn 5. september og Þýskalandi miðvikudaginn 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og verða í beinni útsendingu á RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó