Aron Einar ekki í landsliðshópnum – Arnar segist hafa tekið ákvörðunina sjálfur

Aron Einar ekki í landsliðshópnum – Arnar segist hafa tekið ákvörðunina sjálfur

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi leiki liðsins. Fótboltamiðillinn 433.is greindi frá því í dag að næsta stjórn KSÍ, sem tekur við til bráðabirgða nú um helgina, hafi bannað Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara, að velja Aron í hópinn. Arnar segir þó að ákvörðunin hafi verið hans.

„Aron er ekki valinn í þetta verkefni og eftir mörg góð samtöl milli mín Arons og Eiðs Smára þá tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið nánar út í það í dag og ég ætla að biðja ykkur um að virða það,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í dag.

Arnar segir að stjórn KSÍ hafi ekki bannað þjálfurum liðsins að velja neinn leikmann fyrir þennan glugga en að þjálfararnir hafi þurft að taka ákvarðanir um hvað sé best fyrir hópinn hverju sinni. Fyrir síðustu leiki landsliðsins var þjálfurunum bannað að velja Kolbein Sigþórsson og og Rúnar Már Sigurjónsson eftir ásakanir um kynferðisbrot.

Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Bjarnason eru á sínum stað í hópnum. Ísland mætir Armeníu föstu­dag­inn þann 8. októ­ber og Liechten­stein mánu­dag­inn 11. októ­ber. Báðir leik­irnir fara fram á Laug­ar­dals­velli og hefj­ast þeir klukkan 18:45.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó